Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að tryggingafélögum sé óheimilt að innheimta mismunandi há iðgjöld fyrir karla og konur og segir það það jafngildi mismunun að meta áhættu mismunandi eftir kynjum í tryggingasamningum. Fram kemur í grein í breska dagblaðinu Financial Times að búist sé við að iðgjöld kvenna muni lækka í kjölfar dómsúrskurðarins og það muni hafa bein áhrif hjá lífeyrissjóðum. Í fréttatilkynningu frá Mercer's Health and Benefits business segir: „Flestir hópsamningar, svo sem áhættu- og heilsutryggingar fyrirtækja, taka til beggja kynja svo að dómurinn hefur ekki mikil áhrif á þá. Hins vegar mun hann hafa áhrif á samninga einstaklinga þar sem algengt er að tryggingar kosti mismikið eftir kyni.“
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að tryggingafélögum sé óheimilt að innheimta mismunandi há iðgjöld fyrir karla og konur og segir það það jafngildi mismunun að meta áhættu mismunandi eftir kynjum í tryggingasamningum. Fram kemur í grein í breska dagblaðinu Financial Times að búist sé við að iðgjöld kvenna muni lækka í kjölfar dómsúrskurðarins og það muni hafa bein áhrif hjá lífeyrissjóðum. Í fréttatilkynningu frá Mercer's Health and Benefits business segir:
„Flestir hópsamningar, svo sem áhættu- og heilsutryggingar fyrirtækja, taka til beggja kynja svo að dómurinn hefur ekki mikil áhrif á þá. Hins vegar mun hann hafa áhrif á samninga einstaklinga þar sem algengt er að tryggingar kosti mismikið eftir kyni.“Í tilkynningunni er einnig sagt að úrskurðurinn muni hafa töluverð áhrif á iðgjöld og á lífeyrismarkaðinn í heild sinni og að kostir einstaklinga muni flækjast umtalsvert. Einstaklingar og ráðgjafar þeirra muni þurfa að hafa mikla þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif á iðgjöldin og hvernig þeir tengjast aðstæðum.Darren Philip, hjá National Association of Pension Funds, segist vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu þar sem hún leiði til lækkunar á lífeyrisgreiðslum. Fyrirtæki, sem málið varðar, hafa frest til ársloka 2012 til að bregðast við þessum dómi.Við þessa frétt er síðan hægt að bæta við að þessi úrskurður Evrópudómstólsins mun ekki hafa nein áhrif á íslenska lífeyrissjóði, þar sem sami lífeyrisréttur myndast hjá körlum og hjá konum fyrir sama iðgjald, þó svo að konur séu langlífari og því kostnaðurinn meiri hjá lífeyrissjóðunum, þ.e. almennt er þá greiddur ellilífeyri í lengri tíma en hjá körlum.