Eignir lífeyrissjóða í Bretlandi: 72% í hlutabréfum!

Ef eignasafn breskra lífeyrissjóða er skoðað kemur í ljós að 72% af eignunum eru nú hlutabréfum en ekki nema 15% í skuldabréfum. Afgangurinn er í öðru eignum, aðallega innistæðum í bönkum og í fasteignum.

Svipað hlutfall hlutabréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða er líka í Írlandi. 78% í hlutabréfum og 20% í skuldabréfum. Á Norðurlöndum eru hlutföllin öðru vísi. Þannig er hlutfall hlutabréfa í eignasöfnum danskra og sænska lífeyrissjóða um 32%. Þetta hlutfall fer þó ört hækkandi. Ef skoðuð eru eignasöfn bandaríska lífeyrisjóða nema hlutabréfin 61%, skuldabréfin 25% og aðrar eignir 14%. Tölur þessar miðast allar við júní 1998. Eins og áður segir fer hlutfall hlutabréfa í eignasöfnum lífeyrissjóða ört hækkandi bæði hérlendis og erlendis.


Heimild: William M. Mercer o.fl.