Dræm þátttaka í sölu Landssímans.

Fyrsta áfanga í einkavæðingu Símans lauk s.l. föstudag og var þátttaka í útboðinu fremur dræm. Ekki náðist að selja 15% hlut í félaginu á almennum markaði og fær það því ekki skráningu á Verðbréfaþingi Íslands.

Alls skráðu sig um 2.600 manns fyrir hlut í fyrirtækinu, fyrir um 1.200 milljónir króna, í útboði til starfsmanna Landssímans og almennings. Alls bárust 19 kauptilboð frá fagfjárfestum, fyrir um 879 milljónir króna. Samtals seldist því hlutafé fyrir rúma 2 milljarða króna af þeim tæpu 10 milljörðum að kaupverði sem í boði voru eða samtals um 5% af heildarhlutafé Símans og er það ekki nóg til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands.