Árið 1999 var það besta í rekstri Sameinaða lífeyrissjóðsins frá upphafi og nam raunávöxtunin 17,8%.
Árið 1999 var að besta í rekstri Sameinaða lífeyrissjóðsins frá upphafi og nam raunávöxtunin 17,8%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt í lok ársins nam endurmetin eign sjóðsins umfram skuldbindingu 5.200 millj. kr., sem jafngildir 8% eign umfram heildarskuldbindingu. Á árinu greiddu 10.185 sjóðfélagar til sjóðsins á móti 9.450 árið áður, sem er 7,4% aukning. Iðgjöld námu alls 1.948 millj. kr. sem er 18,6% aukning frá árinu 1998. Aðalfundur Sameinaða lífeyrisjóðins verður haldinn mánudaginn 15. maí n.k. á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 16.00. Á dagskrá eru auk venjulegra aðalfundarstarfa tillögur til breytinga á samþykktum er lúta að aukningu réttinda sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti.