Samkvæmt könnun William M Mercer er Barclays Global Investors í fyrsta sæti yfir fjárvörsluaðila lífeyrissjóða í Evrópu með um 115,1 milljarð bandaríkjadollara í vörslu þann 30. júní s.l. Birtur er listi yfir 20 stærstu fjárvörsluaðilana.
Heimaland Barclays er Bretland/Bandaríkin en í öðru sæti er bandaríska fyrirtækið Merril Lynch IM með um 96,6 milljarð dollara og í þriðja sæti er breska fyrirtækið Schroder IM með um 93,1 milljarð dollara. Í næstu sætum eru þessi fyrirtæki: Heimalönd eru innan sviga. 4) Legal & General 92,0 ma $ (Bretland). 5) Deutsche AM 90,3 ma $ (Bretland/Þýskaland). 6) Hermes PM 65,7 ma $ (Bretland). 7) UBS AM 64,5 ma $ (Sviss). 8) Goldman Sachs AM 43,7 ma $ (Bandaríkin). 9) Dresdner Bank Group 33,5 ma $ (Þýskal./Bandar./Bretland). 10)Carlson IM 31,2 ma $ (Svíþjóð/Noregur). 11) Zurich Scudder Investments 30,1 ma $ (Bretland/Bandar.). 12) Achema Global Inv. 27,7 ma $ (Holland). 13) State Street Global ADvisors 24,8 ma $ (Bandar./Bretl.). 14) ING IM 24,7 ma. $ (Holland). 15) First Quadrant 24,2 ma $(Bandaríkin). 16) Henderson Global Investors 24,0 ma $ (Bretland). 17) JPMorgan IM 22,1 ma $. (Bandaríkin/Bretland). 18) Fidelity International 21,8 ma $ (Bretland). 19) Capital International 21, 3 ma $ (Bandar./Bretl./Sviss). 20) Danske Capital Management 20,6 ma $ (Danmörk). Ljóst er að nú sem áður eru bresku fyrirtækin ráðandi þegar kemur að fjárvörslu eigna evrópska lífeyrissjóða. Á listanum eru nú 12 bresk fyrirtæki í stað 10 fyrir ári. Hins vegar vekur mikla athygli sókn bandarískra fjárvörslufyrirtækja inn á markað evrópskra lífeyrissjóða. Á árinu 1999 voru aðeins fjögur bandarísk fyrirtæki á listanum en nú eru þau orðin tíu. Sex ný fyrirtæki eru nú á listanum og eru þau þessi: Legal & General, Zurich Scudder, First Quadrant, Henderson, Fidelity International og Capital International.
Heimild: IPE júni 2001