Alþjóðleg ráðstefna um lífeyrismál haldin í Reykjavík

Dagana 14. til 15. júlí n.k. verður haldin í Reykjavík ráðstefna um lífeyrismál á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sebago Associoates Inc., sem er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki á sviði lífeyrismála.

Ráðstefnan, sem ber heitið “European Pensions Conference”, verður haldin í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni enda koma ræðumenn víðs vegar að og eru margir þeirra þekktir fræðimenn. Ráðstefnan verður sett n.k. föstudagsmorgun og stendur eins og áður segir fram á laugardag. Ráðstefnugjald er ekkert en forráðamenn ráðstefnunnar hafa þegar valið ráðstefnugestina, sem verða væntanlega ekki fleiri en 40. Ráðstefnan er styrkt af Kaupþingi, Norræna fjárfestingabankanum og Seðlabankanum. Sjá nánar vefslóðina: http://www.ioes.hi.is/rammi4.htm