Afskráning Össurar úr Kauphöllinni samþykkt

Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða ritaði stjórn Össurar bréf í nóvember á síðasta ári og lýsti yfir vonbrigðum og óánægju með fyrirhugaða afskráningu Össurar úr Kauphöll Íslands. Össur hafi gegnt mikilvægu hlutverki á íslenskum hlutabréfamarkaði um árabil og hafi félagið notið trausts lífeyrissjóðanna sem lýst hefur sér í fjárfestingum þeirra í félaginu. Það séu því mikil vonbrigði, ef ætlunin sé að hætta skráningu hlutabréfanna í Kauphöll Íslands. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú um 15% af heildarhlutafé Össurar og hafa því mikilla hagsmuna að gæta. Einnig taldi stjórn LL að þessi ákvörðun yrði til þess að veikja íslenskan hlutabréfamarkað enn frekar og tefja endurreisn hans. Stjórn LL fór þess á leit við stjórn Össurar að hún tæki til endurskoðunar ákvörðun sína um að hætta skráningu hlutabréfa á Íslandi. Stjórn Össurar hafnaði þessum tilmælum Landssamtaka lífeyrissjóða. Um 2.300 af 2.700 hluthöfum félagsins eru íslenskir.

Samþykkt var á aðalfundi Össurar hf. í morgun að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands. Þetta hefur staðið til lengi en vitað var að mikil andstaða var gegn afskráningunni hjá ýmsum íslenskum fjárfestum, þar á meðal lífeyrissjóðunum. Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða ritaði stjórn Össurar bréf í nóvember á síðasta ári og lýsti yfir vonbrigðum og óánægju með fyrirhugaða afskráningu Össurar úr Kauphöll Íslands. Össur hafi gegnt mikilvægu hlutverki á íslenskum hlutabréfamarkaði um árabil og hafi félagið notið trausts lífeyrissjóðanna sem lýst hefur sér í fjárfestingum þeirra í félaginu. Það séu því mikil vonbrigði, ef ætlunin sé að hætta skráningu hlutabréfanna í Kauphöll Íslands. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú um 15% af heildarhlutafé Össurar og hafa því mikilla hagsmuna að gæta. Einnig taldi stjórn LL að þessi ákvörðun yrði til þess að veikja íslenskan hlutabréfamarkað enn frekar og tefja endurreisn hans. Stjórn LL fór þess á leit við stjórn Össurar að hún tæki til endurskoðunar ákvörðun sína um að hætta skráningu hlutabréfa á Íslandi. Stjórn Össurar hafnaði þessum tilmælum Landssamtaka lífeyrissjóða. Um 2.300 af 2.700 hluthöfum félagsins eru íslenskir.Í tilkynningu um samþykktir fundarins segir að fundurinn samþykkti ákvörðun stjórnar um að afskrá félagið af NASDAQ OMX á Íslandi.  Ákvörðunin var samþykkt af hluthöfum sem fóru með 70,47% af atkvæðum sem þátt tóku í kosningunni en hluthafar sem fóru með 29,53% af atkvæðum greiddu atkvæði gegn tillögunni. Jóhann G. Möller, lagði fram tillögu á aðalfundi Össurar í dag að ákvörðun um afskráningu yrði frestað. Í tillögunni segir að með því megi reyna að ná sáttum milli meirihluta stjórnar og stórs hluta hluthafa félagsins. Friðrik Nikulásson frá Lífeyrissjóði verslunarmanna sagði lífeyrissjóðinn styðja tillögu Jóhanns og lagðist gegn afskráningu. Kauphöllin hefur nú sett félagið á athugunarlista.