"Afkastamikil öldrun"

Eru þjóðir betur settar, þar sem hlutfall eldri borgara fer hækkandi miðað við íbúafjölda, að því leyti að framlag eldra fólks er frekar til góðs fyrir hagkerfið heldur en byrði?

Á ráðstefnu Félags breskra tryggingastærðfræðinga í London fyrir skömmu var hin svokölluð tímaprengja, vegna þess að vestræn þjóðfélög eru alltaf að eldast, talin að mestu leyti goðsögn fjölmiðla. Því væri oft haldið fram að það verði sjálfkrafa byrði á hinu vestrænu þjóðfélög, þegar hlutfallslegslega fleiri verða gamlir, miðað við af heildaríbúafjölda. Sem dæmi væri oft nefnt að í Bretlandi voru ellilífeyrisþegar 20% af þjóðinni 1995 en verða væntanlega 50% árið 2015. Á ráðstefnunni kom fram að svo þyrfti alls ekki að vera, því framlag eldri borgara til hagkerfsins væri oft vanmetið. Tækifærin lægju því í afkastmikilli öldrun, ef svo mætti að orði komast, í stað þeirrar tímasprengju vegna öldrunar sem blásið væri upp, aðallega í fjölmiðlum. T.d. ætti að leyfa eldri borgum að vinnu lengur, sem mundi auðvitað skila sér í minni lífeyrisbyrði og auknum skatttekjum til ríkisins. Þess vegna m.a. væri óþarfi að þjást af svefnleysi af áhyggjum yfir því að þjóðirnar væru sífellt að eldast. Tvær megin ástæður lægju fyrir því að það væri alls ekki svo slæmt að þjóðfélögin væru að eldast. Í fyrsta lagi væri hægt að segja til um þessa þróun nokkuð nákvæmlega langt fram í tímann og grípa þess vegna til ráðstafana, m.a. með auknum lífeyrissparnaði. Hin ástæðan væri sú að ýmsir aðrir efnahagslegir þættir skiptu meira máli fyrir hagkerfið en hlutfall vinnandi fólks gagnvart ellilífeyrisþegum. Hins vegar þyrfti að gjalda varhuga við því misrétti sem kæmi fram í því að eldra fólk væru oft sagt upp störfum í stað þeirra yngri, þó svo að starfsánægja eldra fólks væri oft meiri. Þetta væri sérstaklega áberandi meðal eldra fólks sem hefði verið í vel launuðum störfum. Oft væri í því sambandi talað um “týndu kynslóðina” en það væri starfsfólk sem komið væri yfir miðjan aldur og hefði verið sagt upp störfum síðasta áratuginn og ætti í verulegum erfiðleikum að fá aftur vinnu.


Þýtt úr EPN, European Pension News, 30. október 2000.