Afar traust staða Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.

Staða Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda er afar traust og voru réttindi sjóðfélaga aukin um 26,5% á síðasta ári og 1997 um 18%. Samtals hafa réttindi til elli- og örorkulífeyris verið aukin um 49,3% frá 1. janúar 1997.

Árið 1999 var 25 starfsár sjóðsins. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok nam 17,7 ma.kr. og hafa eignir vaxið um 21% milli ára. Iðgjaldagreiðslur jukust um 36% milli ára og lífeyrisgreiðslur 27%. Kostnaður í hlutafalli af eignum nam 0,12% og 2,9% af iðgjöldum. Raunávöxtun eigna 1999 mældist 10,5% og hrein raunávöxtun 10,3%. Eignir sjóðsins eru traustar og voru í árslok 17% þeirra í verðbréfum með breytilegum tekjum. Eignir með breytilegum tekjum jukust um 159%, meðan eignir með föstum tekjum jukust aðeins um 9%. Vísitala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 6%. Staða sjóðsins er afar traust og voru réttindi sjóðfélaga aukin um 26,5% á síðasta ári og 1997 um 18%. Samtals hafa réttindi til elli- og örorkulífeyris verið aukin um 49,3% frá 1. janúar 1997. Samkvæmt tryggingafræðilegu mati miðað við árslok 1999 eru eignir umfram skuldbindingar 1,4 ma. kr. eða 5,4% af heildarskuldbindingum. Á síðasta ári flutti Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda skrifstofur sinar í glæsileg húsakynni að Skúlagötu 17 í Reykjavík. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Sigurbjörn Sigurbjörnsson.