Aðalfundur LL verður haldinn 26. maí n.k.

Stjórn Landssamstaka lífeyrissjóða boðar til aðalfundar samtakanna föstudaginn 26. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í A-sal Hótel Sögu í Reykjavík. og hefst kl. 15.00. Um er að ræða fyrsta aðalfund LL eftir stofnfund.

Samkvæmt samþykktum LL skal halda aðalfund samtakanna árlega fyrir lok maímánaðar. Stjórn samtakanna ákveður fundarstað og fundardag. Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnir og framkvæmdastjórar aðildarsjóða samtakanna. Atkvæðamagn hvers lífeyrissjóðs í atkvæðagreiðslu á aðalfundi samtakanna skal að hundraðshluta vera hið sama og hlutfallsleg skipting inngreiddra árgjalda aðildarsjóða til samtakanna á síðasta almanaksári. Eins og áður segir hefst fundurinn kl. 15.00 föstudaginn 26. maí n.k. á Hótel Sögu.