Aðalfundur Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf.

Aðalfundur Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf. verður haldinn þriðjudaginn 21. mars n.k. á Grand Hótel Reykjavík.

Aðalfundur Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing ehf. verður haldinn þriðjudaginn 21. mars n.k. kl. 15.15 á Grand Hótel Reykjavík. Sama dag og á sama stað kl. 16.30 verður haldinn aðalfundur Verðbréfaþings Íslands hf. Tilgangur Eignarhaldsfélags lífeyrissjóða um verðbréfaþing er að eiga og fara með 13% hlutafjár í Verðbréfaþingi Íslands hf. Stofnaðilar eru 34 lífeyrissjóðir og Landssamtök lífeyrissjóða. Tveir stærstu hluthafarnir eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 15,13% hlut og Landssamtök lífeyrissjóða með 11,26% hlut. Formaður félagsins er Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.