AB7-sjóðurinn í Svíþjóð setur 30 fyrirtæki á svartan lista.

Sænski sjóðurinn AP7, sem er tekur á móti viðbótarlífeyrissparnaði hefur sett á svartan lista 30 fyrirtæki, sem hann hyggst ekki kaupa hlutabréf í. Er þetta gert á grundvelli siðferðislegra og umhverfislegra ástæðna, m.a. vegna þess að sum þessara fyrirtækja eru ásökuð um misrétti gagnvart konum en fleiri ástæður eru einnig tilgreindar.

Þegar AB7-sjóðurinn sem er stjórnar af sænska ríkinu var stofnaður fyrir ári komu fram tilmæli frá sænsku ríkisstjórninni að tekið væri tillit til siðferðis- og umhverfislegra þátta við samsetningu eignasafns sjóðsins, en þó án þess að það tefldi í tvísýnu fjárfestingarárangri sjóðsins. Ólíkt flestum öðrum sjóðum, sem fjárfesta miðað við siðferðisleg gildi, þá hefur AB7-sjóðurinn ekki sett á svarta listann fyrirtæki í tóbaks-, áfengis- eða hergagnaiðnaði. Að sögn forráðamanna sjóðsins er það gert vegna þess að fjöldi fólks neytir áfengis og tóbaks, svo og vegna þess að sænsk stjórnvöld eiga aðild að eða eru í tengslum við fyrirtæki sem bæði framleiða og selja hergögn. Eina sænska fyrirtækið á svarta listanum er Esselte, sem er með verksmiðjurekstur í Tijuana í Mexícó. Fyrirtækið hefur skyldað allar konur sem óska eftir vinnu í verksmiðjunni að fara í þungunarpróf. Önnur fyrirtæki á svarta lista AP7-sjóðsins eru t.d. Chevron Corp. í Bandaríkjunum. Forráðamenn AP7-sjóðins staðhæfa að dótturfyrirtæki Cevron hafi selt yfirvöldum í Nígeríu ýmiss tæki, s.s. báta og þyrlur, sem þráfaldlega hafa verið notuð gegn mótmælendum og almenningi. Þá fjárfestir AP7-sjóðurinn ekki í Chartered Semiconductors Manufacturing í Singapore, þar sem það fyrirtæki á aðild að fyrirtæki sem framleiðir jarðsprengjur, en Svíþjóð ásamt 115 öðrum þjóðum eru aðilar að samkomulagi, sem hafa skuldbundið sig að nota ekki, geyma eða selja jarðsprengjur. Þá hefur AP7-sjóðurinn selt hlutabréf sem hann átti í brasilíska olíufyrirtækinu Petroleo Brasileiros eftir að í ljós kom að fyrirtækið hefði mögum sinnum orðið uppvíst að olíumengun auk þess sem olíuborpallur sem fyrirtækið átti sökk og kostaði mörg mannslíf. Að sögn forráðamanna AP7-sjóðsins þá er ekki talið að það hafi nein teljandi áhrif á fjárfestingarárangur sjóðsins að setja umrædd fyrirtæki á svarta listann. Endurskoðun listans fer fram tvisvar á ári.


Heimild IPE