60% erlendis hjá hollenskum lífeyrissjóðum.

Hollenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest um 60% af eignunum erlendis, sem er aukning um 14% á einu ári. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða í Hollandi aukist um 30 miljarða hollensk gyllini (990 ma ísl.kr.), borið saman við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Á sama tíma hafa fjárfestingar í hollenskum hlutabréfum minnkað um 19 miljarða gyllini (630 ma. ísl.kr).

Hollenskir lífeyrissjóðir fjárfesta þrisvar sinnum meira erlendis en hollensk tryggingafélög, en erlendar fjárfestingar tryggingafélaganna jukust aðeins um 2% milli ára. Erlendar heildareignir stofnanafjárfesta í Hollandi hafa tvöfaldast síðustu fjögur árin. Aukingin er um 20% frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs til fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Eignasamsetning hjá hollensku lífeyrissjóðunum var þessi í lok mars s.l. (Fjárhæðir eru miljarðar í hollenskum gyllini): Fasteignir 55 eða 6 % Innlend hlutabréf 114 eða 11 % Erlend hlutabréf 395 eða 40 % Innlend skuldabréf 113 eða 11 % Erlend skuldabréf 205 eða 21 % Veðskuldabréf 26 eða 3 % Sjóðfélagalán 86 eða 8 %


Heimild: EPN 56. tölublað 12.júní 2000.