430 fyrirtæki með skrifstofur í WTC.

Að sögn CNN voru 430 fyrirtæki með skrifstofur í World Trade Center (WTC) með um 50 þúsund starfsmenn, þar á meðal mörg stórfyrirtæki.

Meðal fjármálafyrirtækja sem höfðu starfsemi í World Trade Center á nefna Bank of America, Lehman Brothers, Morgan Stanley Dean Witter & Co., ABN-AMRO, Commerzbank Capital Markets og Oppenheimer Funds. Höfuðstöðvar Morgan Stanley Dean Witter & Co. eru þó annars staðar á Manhattan. Í tilkynningu frá Morgan Stanley eru viðskiptavinir fullvissaðir um að öll starfsemi fyrirtækisins haldi áfram og muni gera það áfram. Philip Purcell, forstjóri Morgan Stanley, sagði í dag að flestir þeirra 3.500 starfsmanna fyrirtæksins sem voru við vinnu sína í World Trade Center þegar flugvélum var flogið á bygginguna í gær, hafi komist heilu og höldnu út úr húsunum. Morgan Stanley var stærsti leigjandinn í byggingunum. Fjölmörg önnur fyrirtæki voru með starfsemi sína í WTC, þar á meðal bandaríska tryggingarfélagið Empire Blue Cross Blue Shield, sem var með um 4 þúsund starfsmenn á sjö hæðum í norðurturninum.


Heimild: Aðallega CNN