22,1% raunávöxtun hjá Lífeyrissjóðnum Hlíf !

Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðsins Hlífar á síðasta ári nam 22,1%. Meðaltal raunávöxtunar sjóðsins s.l. 5 ár var 12,6%, sem telja verður mjög góðan árangur.

Heildareignir Lífeyrissjóðsins Hlífar til greiðslu lífeyris hækkuðu um 32,4% milli ára. Við góða raunávöxtun á síðasta ári batnaði staða sjóðsins til greiðslu lífeyris um 8% og á sjóðurinn nú 5,2% umfram heildarskuldbindingar. Sjóðurinn á hins vegar 25,9% umfram áfallnar lífeyrisskuldbindingar. Eins og áður segir nam raunávöxtun sjóðsins 22,1% á síðasta ári sem telja verður mjög góðan árangur. Við mat á fjárfestingarárangri er þó eðlilegra að miða við meðaltal a.m.k. 5 síðustu ára. Sem dæmi um að varhugavert sé að miða fjárfestingarárangur aðeins við eitt ár eða skemmri tíma má nefna að raunávöxtun Lífeyrissjóðsins Hlífar nam aðeins 2,4% á árinu 1998, sem var töluvert undir meðaltali lífeyrissjóðanna í raunávöxtun á því ári. 12,6% raunávöxtun síðustu 5 árin verður því að telja sérlega góðan árangur. Á síðasta ári tók til starfa séreignardeild við lífeyrissjóðinn og greiða til hennar um 40% af þeim sem greiða til sameignardeildar sjóðsins, sem telja verður mjög hátt hlutfall. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Hlífar er Valdimar Tómasson.