20% ávöxtun lífeyrissjóða í Bretlandi á síðasta ári!

Að sögn ráðgjafafyrirtækisins WM Company var meðaltalsávöxtun breskra lífeyrissjóða 20% á síðasta ári! Þessi góða ávöxtun byggir eingöngu á hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í Bretlandi, en yfir 70% af eignum sjóðanna er í hlutabréfum.

Að sögn Peter Warrington, forstjóra WM Company, var síðasta ár mjög gott fyrir lífeyrissjóðina í Bretlandi og vel yfir þeim væntingum, sem menn gerðu sér um þróun markaðarins í upphafi ársins. Þessa frábæru ávöxtun má eingöngu rekja til góðs árangurs á hlutabréfamarkaðinum, sérstaklega þó þróun hans síðustu vikur ársins. Hlutabréfin í Japan hækkuðu um 80% og í Kyrrahafslöndunum utan Japan um 50%. Ávöxtun breskra hlutabréfa var 24% en þar var árangurinn misjafnt eftir atvinnugreinum. Best var ávöxtunin í upplýsinga- og tæknigeiranum en slökust í almenningsþjónustufyrirtækjum og á neytendamarkaði. Sú þróun hélt áfram í eignasafni breskra lífeyrissjóða að færa sig úr skuldabréfum yfir í hlutabréf, enda var ávöxtun á skuldabréfamarkaði mjög lélegt borið saman við árangur á hlutabréfamarkaðinum. Þessi fjárfestingaárangur breska lífeyrisjóða á síðasta ári var sá besti á árunum 1990- 1999 og skilar lífeyrissjóðunum í Bretlandi meðaltalsávöxtun yfir áratuginn sem er nærri 13% á ári.


Lauslega þýtt úr IPE.