Höftin eru ástæða þess að framleiðni hefur ekki aukist á Íslandi eftir hrun
„Meginskilaboð okkar eru þau að Íslendingar eigi að líta á erlenda fjárfestingu lífeyrissjóða sem áhættudreifingu fremur en áhættu líkt og andi lífeyrissjóðslaganna ber raunar með sér. Hið sama á við erlendar fjárfestingar hérlendis ef þær eru undir réttum formerkjum, það er að fjárfestar leggi fram eigið fé til íslenskra fyrirtækja með langtímahagsmuni í öndvegi. Með erlendum eignum, og með því að selja útlendingum hlut í íslensku atvinnulífi, eru landsmenn að ná fram áhættudreifingu.
10.12.2014
Viðtöl og greinar