Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir það beinlínis ótrúverðugt ef umsvifamiklir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði sýni ekki fyrirtækjum sem þeir eiga hluti í áhuga með virkri þátttöku á hluthafafundum. Hann kallar eftir því að sjóðirnir sjálfir beiti sér fyrir ákveðinni umgjörð um fjárfestingar sínar, með gegnsæjum reglum um samskipti við fyrirtæki og eftirliti með að þeim reglum sé fylgt.