Landssamtök lífeyrisjóða minntust hálfrar aldra afmælis skylduaðilar að lífeyrissjóðum á hátíðarsamkomum í Hörpu í Reykjavík 28. maí og í Hofi á Akureyri 30. maí.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði gesti í Hörpu og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, flutti hátíðarræðu.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, flutti ávarp í Hofi og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, flutti hátíðarræðu.
Ný heimildamynd, Lífeyrissjóðaöldin 1919-2019, var sýnd á báðum stöðum. Hún var gerð á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða með tæknilegri aðstoð sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Þar er stiklað á stóru í lífeyrissjóðasögunni á 35 mínútum.
Leikararnir og tónlistarmennirnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson og Jón Ólafsson stjórnuðu samkomunum í Hörpu og Hofi og fluttu tónlistarvörður frá ýmsum tímabilum í lífeyrissjóðasögunni.
1. desember 2019 var svo frumsýndur á Hringbraut viðtalsþátturinn Lífeyrissjóðir í 50 ár, samvinnuverkefni Landssamtaka lífeyrissjóða og sjónvarpsstöðvarinnar.
Fjölmenni sótti viðburðina í Reykjavík og á Akureyri og afmælishaldið þótti heppnast eins vel og til var stofnað.