Í samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettó kaup erlendra verðbréfa voru samtals 1.852 m.kr. í nóvember samanborið við nettó sölu fyrir um 219 m.kr. í sama mánuði árið 2001. Miklar sveiflur eru þó innbyrðis milli mánaða varðandi kaup og sölu erlendra verðbréfa. Þannig var sala erlendra verðbréfa meiri en kaup í apríl og júnímánuði s.l.
Þróun einstakra undirliða í nóvember var eftirfarandi:
Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í nóvembermánuði og þannig hækkaði Dow Jones um 4,4%, S&P 500 um 3,9% og Nasdaq um 8,7%. Þrátt fyrir þessar hækkanir þá hefur aðeins lítill hluti lækkana síðustu missera gengið til baka.