Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem vísað er á bug þeim ásökunum sem formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur borið fram í fjölmiðlum að undanförnu á hendur sjóðnum og trúnaðarlækni hans en formaðurinn hefur haldið því fram að Framsýn hafi markvisst unnið að því að lækka örorkumat sjóðfélaga í því skyni að losna við að greiða bætur.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn vísar algerlega á bug þeim ásökunum sem formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur borið fram í fjölmiðlum að undanförnu á hendur sjóðnum og trúnaðarlækni hans. Formaðurinn hefur haldið því fram að Framsýn hafi markvisst unnið að því að lækka örorkumat sjóðfélaga í því skyni að losna við að greiða bætur. Þessum fullyrðingum hafnar sjóðurinn alfarið sem ósannindum. Sjóðurinn harmar að formaðurinn skuli hafa valið að fara með mál þessi beint í fjölmiðla án þess að leita fyrst til forráðamanna sjóðsins.
Framsýn undrast einnig það sem fram hefur komið í fjölmiðlum að fjölmargir sjóðfélagar álíti sig hlunnfarna af sjóðnum. Hvorki trúnaðarlækni né öðrum starfsmönnum sjóðsins hafa borist kvartanir frá sjóðfélögum vegna þessa. Ef kvartanir berast eða nýjar upplýsingar frá sjóðfélögum, fer sjóðurinn yfir þær með faglegum hætti. Réttur sjóðfélaga er að þessu leiti tryggður í samþykktum sjóðsins og þeir geta jafnframt skotið málum til gerðardóms. Í gerðardómi sitja þrír sérfræðingar; einn tilnefndur af sjóðfélaga, einn af sjóðnum og oddamaður af Fjármálaeftirlitinu.
Enn fremur hefur verið látið að því liggja í fjölmiðlum að óeðlilegt sé að trúnaðarlæknir Framsýnar skuli ekki skoða þá sjóðfélaga sem hann metur. Tekið skal fram að trúnaðarlæknir sjóðsins byggir mat sitt á ítarlegum gögnum um heilsufar sjóðfélaga og er þetta venjubundin tilhögun. Þetta hefur m.a. verið staðfest af tryggingayfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins.
Rétt er að taka fram að forsendur mats á örorku eru ekki þær sömu hjá Tryggingastofnun ríkisins og hjá lífeyrissjóðum.
Að gefnu tilefni er rétt að geta þess að sjóðurinn getur ekki fjallað um mál einstakra sjóðfélaga og mun ekki gera