Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands birtir ársuppgjör.

Samkvæmt ársreikningi  Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands nam raunávöxtun sjóðsins 6,42% á síðasta ári og meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. fimm ár nam 4,49%. Hrein eign lífeyrissjóðsins nam 2.626 m.kr.

 

   Lífeyrissjóðnum hefur verið lokað fyrir hefðbundnum iðgjalda-greiðslum.   Eimskipafélag Íslands annast umsýslu lausafjár sjóðsins og sér um fjárfestingar fyrir hann samkvæmt sérstöku samkomulagi.

    

  Lífeyrisgreiðslur sjóðsins á árinu námu alls 147 millj. kr. sem svarar til 6,4% hækkunar frá fyrra ári.  Lífeyrisþegar voru alls 236. 

 

  Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 2.626 millj. kr. í árslok. Á árinu hækkaði hún um 64 millj. kr., eða um 2,5%.

 

  Samkvæmt úttekt tryggingafræðings sjóðsins á áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga námu skuldbindingar deildar I í lífeyrissjóðnum 2.715 millj. kr. í árslok 2002.  Hrein eign deildarinnar til greiðslu lífeyris þá dugði til að standa undir 96,5% af skuldbindingum hennar miðað við 3,5% ársvexti.

 

  Samkvæmt úttekt tryggingafræðings á áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga í deild II í Lífeyrissjóðnum námu skuldbindingar deildarinnar 225,6 millj. kr. miðað við 3,5% ársvexti. Endurmetin hrein eign deildarinnar nægir því fyrir skuldbindingunni.