Heildariðgjöld til lífeyrissjóða innan Evrópusambandsins hafa aukist um 62% frá árinu 1997 til 2000. Heildarútgjöld sjóðannan hafa vaxið um 47% á sama tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegri skýrslu Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.
Í skýrslunni koma líka fram upplýsingar um fjölda lífeyrissjóða í ES-löndunum, svo og fjölda sjóðfélaga. Lífeyrissjóðum hefur farið fækkandi í aðeins tveimur löndum, þ.e. Danmörku (-10%) og Finnlandi (-22%). Aukning sjóðfélaga er einna mest á Spáni (84%), Austurríki (60%) og Ítalíu (58%).
Lífeyrisiðjöld fara vaxandi í flestum löndnum innan EB nema í Finnlandi (-54%), Danmörku (-29%), Belgíu (-12%) og Austurríki (-4%). Aukningin er einna mest á Spáni (308%), Svíþjóð (245%) og Ítalíu (117%). Í fjárhæðum eru þó lífeyrisiðgjöldin árið 2000 mest á Bretlandi (31 milljarðar evrur),Þýsklanadi (18 milljarðar evrur), Spáni (15 milljarðar evrur) og Hollandi (13 milljarðar evrur).
Heildarútgjöldin, sem skýrast einkum af lífeyrisgreiðslum, aukast alls staðar í löndum innan Evrópusambandsins nema í Danmörku (-19%). Aukningin er einna mest á Spáni (597%), Svíþjóð (329%) Austurríki (140%) og Ítalíu (125%).
Fjárfestingar lífeyrissjóða innan EB jukust að meðaltali um 20% milli áranna 1997 til 2000. Einna mest var auknungin á Ítalíu (88%) og áSpáni (80%). Í fjárhæðum talið eru þó fjarfestingar lífeyrissjóðanna mestar í Bretlandi (1028 milljarðar evrur) og í Hollandi (454 milljarðar evrur).