Hrein raunávöxtun jákvæð um 0,5% hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda.

Hrein raunávöxtun Söfnunarsjóðnum var 0,5% í fyrra.  Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins var í árlok 2002 3,2%.  Tíu ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar var í árslok 2002 5,3%.   Raunávöxtun sjóðsins hefur aldrei verið neikvæð.

Heildareignir til greiðslu lífeyris í árslok 2002 hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda námu alls 23.867 millj.,kr. Eignir sjóðsins jukust um 1.645 millj., kr. eða 7,4%.

Miklar lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum skýra lága ávöxtun sjóðsins 2002, meðan innlendar eignir gáfu góða ávöxtun. Iðgjöld ársins námu 1.356 millj.,kr. sem er 7,8% aukning frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur námu 275 millj.kr. og nam aukningin um 29,8% frá árinu á undan.

Tryggingafræðileg staða sýnir að eignir umfram áfallnar skuldbindingar námu 21,2% í árslok 2002. Heildarskuldbinding umfram eignir er hins vegar 5,9%. Versnandi staða milli ára skýrist fyrst og fremst af auknum lífslíkum sjóðfélaga og lakari ávöxtun, sem þó er jákvæð.

Hrein raunávöxtun séreignardeildar sjóðsins var neikvæð um 1,2%. Eignir séreignardeildar sjóðsins nánast tvöfaldast milli ára og fjöldi rétthafa hefur tífaldast.

Ársfundur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda verður haldinn þriðjudaginn 6. maí nk. kl. 16.00 á Skúlagötu 17 2. hæð.