Um þessar mundir eru lífeyrissjóðirnir að birta ársreikninga sína. Fram kemur að ávöxtun er sérstaklega góð á síðasta ári.
Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna fyrir árið 1999 verður sérlega góð samkvæmt þeim upplýsingum sem Landssamtök lífeyrissjóða hafa aflað sér. Allt undir 10% raunávöxtun telst undir góðu meðallagi og verður því að teljast slök ávöxtun. Lífeyrissjóðir sem fjárfesta hafa mikið erlendis koma best út úr þessum samanburði og líkur eru á því meira að segja að einhver sjóðanna verði með yfir 20% hreina raunávöxtun, sem telja verður frábært. Hafa ber þó í huga að góð ávöxtun í fortíð er enginn vegvísir á góða ávöxtun í framtíðinni!