Fræðslufundur 23. október kl. 9-10 um skattareglur og áhrif tvísköttunarsamninga
Dagskrá
Elín Margrét Þráinsdóttir deildarstjóri í alþjóðlegri skattlagningu og upplýsingaskiptum á álagningasviði Skattsins, heldur erindi undir heitinu :
Fræðsla um skattareglur og áhrif tvísköttunarsamninga á sjóðfélaga lífeyrissjóða sem búsettir eru erlendis.
Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil fjölgun sjóðfélaga sem búsettir eru utan Íslands.
Í kjölfar þessara breytinga hefur fyrirspurnum sjóðfélaga sem búa erlendis til lífeyrissjóða fjölgað hratt sem kallar fram kröfur um aukna þekkingu hjá lífeyrissjóðum í þessum málaflokki.