Landssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir kynningarfundi fyrir Mannauð - félag mannauðsfólks á Íslandi á Grandhóteli 9. október þar sem Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL flutti erindi undir yfirskriftinni: Hvað þarft þú að vita um lífeyrismál?
Mannauðsstjórar í fyrirtækjum og fólk sem starfar við ráðningar eru oft fyrsti snertiflöturinn við framtíðarsjóðfélaga lífeyrissjóðanna og því mikilvægt að þeir séu vel upplýstir um lífeyrissjóðakerfið og hvernig það virkar, sögu þess, hlutverk o.fl.
Þessi kynning er liður í fræðsluátaki landssamtakanna en auknar áherslur hafa verið á fræðslumál í starfseminni undanfarin misseri.
Gestir á fundinum