andssamtök lífeyrissjóða stóðu fyrir málþingi fimmtudaginn 31. mars á Hótel Reykjavík Natura um örorkulífeyrismál með áherslu á hlutverk lífeyrissjóðanna í greiðslum lífeyris vegna orkutaps. Frummælendur voru þau Kristján Geir Pétursson, formaður réttindanefndar LL, en erindi hans bar yfirskriftina Yfirlit yfir úrlausnarefni í örorkulífeyrismálum lífeyrissjóða og Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur, með erindið Fjölgun öryrkja og samspil bótagreiðslna – þróunin á Íslandi og innan OECD. Yfirskrift pistils Tómasar Möller, lögfræðings Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna var Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðum og eftir kaffihlé hélt Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, erindið Hlutverk starfsendurhæfingar, samvinna VIRK og lífeyrissjóðanna og ákvörðun um framfærslu.
Í pallborði voru þau Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og Páll Halldórsson, varaformaður BHM. Fundarstjóri var Finnbjörn Hermannsson og ritari Stefán Halldórsson.
Hér er hægt að nálgast glærur frummælenda:
Kristján Geir Pétursson: Yfirlit yfir úrlausnarefni í örorkulífeyrismálum lífeyrissjóða
Katrín Ólafsdóttir: Fjölgun öryrkja og samspil bótagreiðslna – þróunin á Íslandi og innan OECD
Tómas Möller: Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðum
Vigdís Jónsdóttir: Hlutverk starfsendurhæfingar, samvinna VIRK og lífeyrissjóðanna og ákvörðun um framfærslu.