Í könnun sem fræðslunefnd LL lét gera í haust sl. meðal starfsmanna og stjórnarmanna lífeyrissjóða kom m.a. fram áhugi að fræðast um mismunandi uppbyggingu og einkenni lífeyrissjóða.
Fræðslunefndin tók þann bolta og hefur nú skipulagt kynningar á vormisseri þar sem farið verður yfir uppbygginu ólíkra sjóða. Fyrsta kynningin verður í næstu viku um blandaða sjóði.
Helga Sveinbjörnsdóttir sem starfar hjá sjóðum innan Arion banka segir okkur frá blönduðum sjóðum og mismunandi eiginleikum samtryggingar og séreignar, en um fjórðungur af lífeyrissjóðum í landinu eru blandaðir sjóðir.
Flestir lífeyrissjóðir ráðstafa skylduiðgjaldi í samtryggingu sem tryggir réttindi til ævilangra eftirlauna og áfallalífeyris. Blandaðir sjóðir leggja ásamt því áherslu á séreignarmyndun. Þeir sem hafa val um lífeyrissjóð geta tekið upplýsta ákvörðun um hvers konar lífeyrissjóð þeir greiða í.