Landssamtök lífeyrissjóða fagna því að stjórn Klakka hafi ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka.
Fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga samtals um 6% hlut í Klakka. Stjórnir sjóðanna sendu frá sér harðorðar tilkynningar vegna málsins þar sem þær gagnrýna bæði vinnubrögð Klakka þar sem hluthafar hafi ekki verið upplýstir með eðlilegum hætti og lýsa yfir andstöðu sinni við starfskjarastefnu Klakka, sem fer í bága við eigendastefnur sjóðanna.
LSR - Stjórn LSR gerir athugasemd við starfskjarastefnu Klakka
Gildi lífeyrissjóður - Gildi ekki kunnugt um tillögu um bónusgreiðslur
Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Umfangsmiklar bónusgreiðslur í óþökk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Birta lífeyrissjóður - Ámælisverð vinnubrögð stjórnar Klakka ehf.