Netfréttabréf Lífeyrismál.is

Nýjar hagtölur lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslur vaxa stöðugt, sjóðfélögum og lífeyrisþegum fjölgar og hlutfall kostnaðar fer lækkandi. Hagtölur lífeyrissjóða eru yfirfarnar og birtar uppfærðar hvert haust á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Lífeyrissjóðakerfið á dagskrá fræðslustunda ASÍ í framhaldsskólum

Fræðslu um lífeyrissjóðakerfið verður nú bætt við fræðslustundir ASÍ í framhaldsskólum landsins með glænýju og skemmtilegu kynningarmyndbandi Landssamtaka lífeyrissjóða.
readMoreNews

Fjármálavit verður ekki í askana látið

„Það var frábært að fá lífeyrissjóðina með í Fjármálavit og gefur verkefninu í senn nýja vídd og aukinn byr undir vængi."
readMoreNews

Lengsta hagvaxtarskeið sögunnar lengist enn

„Staðreyndin er sú að undanfarin ár hafa verið frábær og einstök. Meðallaun í landinu hækkuðu á tveimur árum um 20-30% og Íslandsmet var slegið í kaupmáttaraukningu...."
readMoreNews

Búðarlokan sem rakst illa í flokki en varði Alþingi í fúleggjadrífu

Út er komin ævisaga Guðmundar H. Garðarssonar -Maður nýrra tíma - en Guðmundur kynnti sér kornungur lífeyrismál í Bretlandi og barðist fyrir umbótum á því sviði hérlendis. Guðmundur H. Garðarsson í skemmtilegu viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.
readMoreNews

„Harkaleg tekjutenging lífeyris og lágtekjumiðað samfélag“

„Ég tala ekki gegn skerðingum sem slíkum en þeim þarf að beita af skynsemi. Þessar tilteknu skerðingar eru alltof harkalegar og lífeyririnn er þess utan of lágur.“ segir Harpa Njáls í viðtali við Lífeyrismál.is
readMoreNews

Ábyrgar fjárfestingar gefa í vaxandi mæli góða ávöxtun

„Íslenskum lífeyrissjóðum ber skylda til þess lögum samkvæmt að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum. Þeir eiga að líta á það sem tækifæri og áskorun en ekki ógnun og ættu að tileinka sér viðhorf erlendra sjóða sem taka til dæmis loftslags- og umhverfismál alvarlega í fjárfestingunum með góðum árangri.“
readMoreNews

Nýjar OECD-tölur sýna að rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er með því lægsta sem þekkist

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lífeyrissjóða á Íslandi var tæplega 6,4 milljarðar króna árið 2016 samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Samanlagðar eignir sjóðanna voru um 3.300 milljarðar króna í árslok 2016.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir stuðla að því að lækka langtímavexti

Því er oft haldið fram að vegna ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóðanna séu vextir háir á Íslandi. Þetta byggir á misskilningi en fullyrða má að sjóðirnir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og stuðla að lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Það sést best þegar kjör á lánum til húsnæðiskaupa eru borin saman. Vextir sem lífeyrissjóðirnir bjóða sínum sjóðfélögum á slíkum lánum eru þeir lægstu á markaðinum í dag.
readMoreNews