Niðurstöður könnunar um fræðslumál

Niðurstöður könnunar um fræðslumál

Fræðslunefnd LL stóð fyrir könnun meðal starfsfólks lífeyrissjóða

Tilgangur könnuninnar var að kanna viðhorf og áhuga fólks sem starfar meðal lífeyrissjóða á fræðslumálum sem LL býður upp á. Jafnframt var tækifærið nýtt til að kanna hvaða fyrirkomulag á fundum henti best, hvenær dags og þá hvort hentar betur staðfundir eða fjarfundir. Könnunin var send út í mánaðarpósti í september sl. á yfir fimm hundruð starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða.

Könnun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður, en þetta reyndist áhrifarík aðferð sem mun vafalítið verða endurtekin í komandi framtíð.

Hvað hefur þú áhuga á að fræðast um og í hvaða formi?

Markmiðið með könnuninni var að kalla eftir endurgjöf á þá fræðslu sem hefur verið í boði, kanna hvað starfsfólk lífeyrissjóða hefur áhuga á og í hvaða formi henti best að fá fræðslu. Svarhlutfallið var 20% en þar var jafnframt möguleiki á opnum svörum þar sem fólk gat komið með hugmyndir og ábendingar varðandi fræðslumál. Góðar ábendingar komu fram sem fræðslunefnd hefur haft til hliðsjónar í gerð fræðsluáætlunar fyrir starfsárið. Niðurstöður sýndu m.a. að fólk vill helst hafa fræðslu á fjarfundum og finnst þægilegt ef fræðslan er tekin upp og aðgengileg þegar fólki hentar.

Ef þið hafið hugmyndir

Könnunin gagnast vel til þess að sjá hvar áhugi meðal lífeyrissjóða er að fá fræðslu, en þess má geta að það er alltaf hægt að senda inn línu ll@ll.is ef þið hafið hugmyndir að fræðslu sem fræðslunefnd LL gæti staðið fyrir.

Fræðslunefnd LL þakkar öllum kærlega fyrir þátttökuna og gott innlegg sem hefur nýst vel við undirbúning á fræðsluáætlun starfsársins.

Hér má nálgast kynningu á helstu niðurstöðum