Nýr starfsmaður á skrifstofu LL

Helga Rún Guðjónsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir

Helga Rún Guðjónsdóttir hefur hafið störf sem sérfræðingur í greiningu hjá Landssamtökum Lífeyrissjóða. Hún er með MA gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Helga Rún kemur til LL frá Skattinum þar sem hún vann í rúm 14 ár sem sérfræðingur á eftirlitssviði og í milliverðlagningarteymi. Landssamtökin bjóða Helgu Rún velkomna til starfa þar sem menntun hennar og víðtæk reynsla mun koma að miklu gagni.