Mánaðarpóstur, september 2013

Fréttir

Uppfærðar hagtölur lífeyrissjóða 

Starfandi er vinnuhópur sem heldur utan um helstu hagtölur sem varða starfsemi lífeyrissjóða. Þessi gögn eru mikilvægt verkfæri fyrir starfsmenn lífeyrissjóða en jafnframt góður grunnur að upplýstri umræðu um lífeyrismál. Uppfærð útgáfa verður birt á vef LL í lok september.Sjá nánar 

Réttindabók lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðirnir hafa unnið að hönnun vefaðgangs fyrir sjóðfélaga þar sem unnt er að nálgast upplýsingar um heildarréttindi í samtryggingarsjóðum. Vefaðgangurinn  hefur fengið heitið Réttindabók. Sjóðfélagar fá þennan aðgang í gegnum vef síns lífeyrissjóðs. Stefnt er að kynningu á Réttindabókinni fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða í byrjun október. Í kjölfarið verði hún kynnt sjóðfélögum.

Ný lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember

Í júní sl. var haldinn kynningarfundur um helstu atriði  laganna er varða lífeyrissjóði. Í innanríkisráðuneytinu er nú unnið að gerð reglugerðar um framkvæmd lánshæfis- og greiðslumats. LL hefur þegar skilað inn umsögn í þá vinnu og einnig komið frekari  sjónarmiðum á framfæri á fundi með fulltrúum ráðuneytisins.  Kynning á lögum    Lögin á vef Alþingis 

Af vettvangi LL

Hádegisspjall með framkvæmdastjórum

Hádegisspjall með stjórn LL er kjörinn vettvangur til að skiptast á skoðunum. Stjórn LL bauð framkvæmdastjórum lífeyrissjóða í hádegisspjall 10. september sl. Á fundinum voru kynnt helstu verkefni og áherslur í starfinu.

Vinnustofa um útfærslur á öryggisáætlunum

Í tilefni af leiðbeinandi tilmælum FME um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila stóð LL fyrir vinnustofu. Þar kynnnti Bjarni Júlíusson ráðgjafi verklag til að uppfylla kröfur FME og síðan voru útbúin ítarleg gögn og send til sjóðanna.

Á döfinni

Námskeið til undirbúnings hæfismati FME

Félagsmálaskóli alþýðu stendur fyrir námskeiði til undirbúnings hæfismati FME sem ætlað er stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Námskeiðið hófst 14. september. Sjá nánar 

Kynningarfundur LL um ábyrgðartryggingu stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóða

Fundurinn sem einkum er ætlaður framkvæmdastjórum verður haldinn þann 18. september. Í framhaldinu ættu þeir að geta gert viðkomandi starfsmönnum og stjórn grein fyrir helstu efnisatriðum tryggingarinnar.

Fræðslufundur um samkeppnisrétt 

Þann 18. september verður haldinn fræðslufundur um samkeppnisrétt með áherslu á þætti er varða starfsemi lífeyrissjóða. Fyrirlesari verður Jóna Björk Helgadóttir hdl.

Vinnufundur stjórnar og starfsmanna LL september

Árlegur vinnu- og stefnumótunarfundur stjórnar og starfsmanna LL verður haldinn 24. september n.k.