Starfshópur á vegum LL vinnur nú að endurskoðun leiðbeinandi verklagsreglna LL um verðbréfaviðskipti lífeyrissjóða, stjórnarmanna þeirra og starfsmanna. Starfshópurinn hefur fengið upplýsingar frá öllum starfandi lífeyrissjóðum vegna þessa verkefnis. Stefnt er að því að kynna niðurstöður vinnuhópsins fyrir starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða bráðlega.
FME hefur gefið út nýjar reglur um hæfismat sem tóku gildi 6. febrúar 2013. Í tilkynningu frá FME er tekið fram að nokkur fjöldi umsagna hafi borist í báðum umsagnarferlum og að þær umsagnir hafi verið yfirfarnar áður en endanleg regludrög voru kláruð og lögð fyrir stjórn FME til ákvörðunartöku. Sjá nánar
Samantekt á hagtölum lífeyrissjóðanna á PDF formi sem kynnt var formlega á opnum fundi þann 14. febrúar 2013 er nú aðgengileg undir sérstökum flipa á vef LL. Þar er einnig vistað skjal með forsendugögnum til frjálsra nota fyrir þá sem vilja skoða nánar á hverju myndræn framsetning byggir. Sjá nánar
Þann 12. febrúar sl. var Alþingismönnum boðið til fundar með stjórn LL. Á fundinum var farið yfir stöðu lífeyrissjóðanna og helstu viðfangsefni Landssamtakanna. Þrátt fyrir miklar annir þingmanna var mæting úr þeirra hópi allgóð og umræður hreinskiptnar.
Dagana 25. - 27. febrúar sl var á vegum félagsmálaskóla ASÍ haldið námskeið fyrir þá stjórnarmenn og starfsmenn lífeyrissjóða sem þurfa að undirgangast hæfismat á vegum FME vegna starfa sinna fyrir lífeyrissjóði. Alls voru 24 þátttakendur á námskeiðinu.
12. mars verður haldin stór ráðstefna um starfsendur- hæfingu í tilefni af 25 ára starfsafmæli Hringsjár. Sjá nánar
Stjórn LL hefur boðið fulltrúum fjölmiðla til fundar þann 14. mars. Þar verður farið yfir stöðu og starfsemi lífeyrissjóðanna.
Rannsóknarsetur HR í áhættustjórnun stendur fyrir málþingi um ábyrgð og áhættu lífeyriskerfisins þann 18. apríl n.k. kl 12.30.
Mbl. 28.febr. Sjá nánar
Pressan 24 febr. Sjá nánar
Mbl. 19. febr. Sjá nánar
Mbl 14. febr. Sjá nánar