Nefndinni er falið að líta til athugasemda sem fram komu í úttektarskýrslu á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 2012 og einnig að greina fjárfestingarkosti lífeyrissjóðanna til lengri og skemmri tíma m.a. með hliðsjón af áætlunum um afnám gjaldeyrishafta. Einnig að skoða hvort rétt sé að grípa til sérstakra breytinga á fjárfestingarheimildum vegna þess hvernig fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna er háttað um þessar mundir og til skemmri tíma. Sjá nánar á frétt á LL.is
Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga gaf út í nóvember sl. nýjar íslenskar dánar – og eftirlifendatöflur byggðar á reynslu áranna 2007-2011. Töflurnar verða notaðar við tryggingafræðilega athugun lífeyrisjóða vegna ársins 2012.
Sjá nánar á vefsíðu félags tryggingafræðinga
Ríkisskattstjóri hefur birt upplýsingar á vef sínum um skattheimtu einstaklinga, ný skattþrep og nýjar staðgreiðsluprósentur.
Starfsemi LL fer að miklu leyti fram með vinnu starfsnefnda. Fastanefndir eru fimm sem hafa bæði föst verkefni og tímabundin. Einnig eru starfandi margir hópar með tímabundin verkefni.
Á vegum LL er unnið að endurskoðun heimasíðu samtakanna www.ll.is. Allar góðar hugmyndir og ábendingar má senda áll@ll.is
LL stóð fyrir kynningu fyrir starfsmenn lífeyrissjóða á verklagsreglum við skiptingu ellilífeyrisréttinda þann 16. janúar sl. Gögn frá fundinum má nálgast á vef LL.
Landssamtök lífeyrissjóða, LL, eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu llífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að LL
LL boðaði umsjónarmenn upplýsingatæknimála hjá lífeyrissjóðum til fundar þann 23. janúar þar sem fjallað var um tilmæli FME 1/2012 og leiðir til að mæta þeim.
LL boðar til morgunverðarfundar 29. janúar kl 8.30 - 10.00 á Grand hótel með framkvæmdastjórum og starfsfólki eignastýringar hjá lífeyrissjóðum.
Stjórn LL kemur saman til næsta reglulegs fundar þriðjudaginn 29. janúar
Á heimasíðu LL birtust eftirfarandi greinar um lífeyrismál í desember:
Eftir Agnar Tómas Möller sjóðsstjóra hjá Gamma Sjá nánar
Eftir Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.Sjá nánar
Fréttaskýring eftir Hörð Ægisson í Mbl Sjá nánar