Mánaðarpóstur, febrúar 2013

Fréttir

Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris komin í 140% af áætlaðri VLF ársins 2012.

Í Morgunkorni Íslandsbanka 7. febrúar er fjallað um eignastöðu lífeyrissjóðanna í árslok 2012. Þar kemur einnig fram að á síðasta ári jukust eignirnar um að meðaltali 24,5 ma.kr. í mánuði hverjum.

Sjá nánar

Hagtölur lífeyrissjóðanna

Haustið 2012 settu Landssamtök lífeyrissjóða af stað vinnuhóp sem fékk það verkefni að greina og setja fram helstu hagtölur sem tengjast umfjöllun um íslenska lífeyrissjóði. Þennan hóp mynda þau Þórhildur Stefánsdóttir frá Almenna lífeyrissjóðnum, Þorkell Sigurgeirsson frá LSR, Þór Egilsson frá Lífeyrissjóði verslunarmanna og Sara Jóna Stefánsdóttir frá Greiðslustofu lífeyrissjóða. Markmið með vinnu hópsins er að fá fram og viðhalda talnaefni sem veitir skýra heildarsýn á viðfangsefni, árangur og afkomu lífeyrissjóðanna. Þessu efni er ætlað að veita glögga heildarmynd af megin þáttum lífeyriskerfisins og þar með að gagnast sem öflugt innlegg í kynningu á lífeyrismálum til þeirra sem láta sig varða lífeyrismál á Íslandi.Gögnin verða uppfærð árlega og vistuð á vef Landssamtakanna öllum aðgengileg.

Af vettvangi LL

Bættur aðgangur sjóðfélaga að upplýsingum um eigin lífeyri

Nú er kominn góður skriður á verkefni sem miðar að því að auðvelda sjóðfélögum aðgang að upplýsingum um öll sín lífeyrisréttindi í gegnum vef þess sjóðs sem þeir greiða til vegna sameignarsparnaðar. Þrír úrræðagóðir og öflugir forritarar draga þann vagn en þeir eru Kristján Kristjánsson frá Fuglum, Sverrir Már Viðarsson frá Init og Haraldur Arason frá Live, en fleiri koma einnig að því. Ljóst er að þegar þetta verkefni er í höfn ná lífeyrissjóðir að koma enn betur til móts við sjóðfélaga með upplýsingagjöf um uppsöfnuð réttindi  Á ársfundi LL í vor verður fundarmönnum kynnt virk leið til að birta þessi gögn.

Á döfinni

Fundur með alþingismönnum

Þann 12. febrúar hefur stjórn LL boðið alþingismönnum til hádegisfundar í Sætúni 1 þar sem fjallað verður um málefni lífeyrissjóðanna.

Kynning á hagtölum lífeyrissjóða

Þann 14. febrúar kl 12.00 - 13.00 hafa starfsmenn  lífeyrissjóða verið boðnir til hádegisfundar á Grand hótel þar sem kynntar verða hagtölur lífeyrissjóðanna.

Greinar um lífeyrismál á vefnum ll.is

Eignir lífeyrissjóðanna nema 2.390 milljörðum

Erlend verðbréfaeign nam 547 milljörðum kr. í lok desember og hafði þá hækkað um tæpa 16 milljarða kr. frá fyrri mánuði.

Sjá nánar 

Vandasamt viðfangsefni

Af hverju þarf að tekjutengja bætur almannatrygginga? Svarið er einfalt en óþægilegt. Grein eftir Vilhjálm Egilsson.

Sjá nánar