Lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn
Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslufundi á Grandhóteli fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12:00 - 13:00 með sérfræðingum Tryggingastofnunar í erlendum málum. Farið verður yfir lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn, fjallað um verklag TR, aðkomu lífeyrissjóðanna, það sem framundan er í málaflokknum og fleira. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Frekari upplýsingar og skráning á Lífeyrismál.is.