Á dögunum gaf Arion banki út bók um lífeyrismál sem ber heitið Lífeyrisbókin. Fimm lífeyris- og séreignarsjóðir eru í rekstri hjá bankanum í dag og þar hefur safnast mikil þekking á lífeyrismálum, einkum hvað varðar almennan rekstur lífeyrissjóða, eignastýringu og áhættustýringu.
Markmiðið er að fræða og dýpka þekkingu lesenda á viðfangsefnum lífeyrissjóða og leitast er við að snerta á öllu því helsta sem stjórnir lífeyrissjóða ættu að gera sér grein fyrir í sínum störfum.
Bókin skiptist í sjö kafla.
Í bókinni má jafnframt finna greinar eftir sérfræðinga á sviði lífeyrismála.