Kynning á verkefni Stefaníu Ástrósar, meistaranema í fjármálaverkfræði og áhættustýringu.
Verkefnið fjallar um möguleg áhrif stýrivaxta Seðlabanka Íslands á fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða.
Í verkefninu eru fjárfestingar lífeyrissjóða skoðaðar aftur til ársins 2004, greindar með tilliti til stýrivaxta Seðlabankans og sett upp í spálíkan.
Stefanía Ástrós lauk B.Sc. námi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016, prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2019 og var að ljúka meistaranámi úr fjármálaverkfræði og áhættustýringu frá University of Essex nú haustið 2020. Á árunum 2016 til 2019 starfaði Stefanía Ástrós sem hönnunarverkfræðingur hjá Hönnunardeild Icelandair.