08.02.2021
Mánaðarpóstur LL
Námskeið um lífeyrismál – vor 2021
- Athugið að innleitt hefur verið rafrænt skráningarkerfi.
- Gert er ráð fyrir staðkennslu í Guðrúnartúni 1, ef aðstæður leyfa - annars fjarnámskeið.
Yfirlitsnámskeið um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða - 11. og 12. mars kl. 9.00 – 16.00
- Leiðbeinendur eru Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu Lífeyrissjóður og Tómas N. Möller, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
- Fjallað verður um réttindakerfið, lagaumhverfi sjóðanna, eignir og fjárfestingarheimildir. Einnig rætt um hluverk stjórnarmanna og hæfi þeirra.
Hvernig geta lífeyrissjóðir verið samfélagslega ábyrgir fjárfestar - 20. apríl kl. 15.00 – 18.00
- Leiðbeinandi er Kristján Geir Pétursson hjá Birtu lífeyrissjóði.
- Farið verður yfir hvernig lífeyrissjóðir geta ástundað samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni og fjárfestingum og hvernig það samræmist meginhlutverki lífeyrissjóða að hámarka lífeyri landsmanna.
Tryggingafræðilegt mat 5. maí kl. 15.00-18.00
- Leiðbeinandi er Bjarni Guðmundsson, cand. act, tryggingastærðfræðingur og eigandi Tryggingafræðistofu BG.
- Fjallað verður um forsendur og aðferðafræði við gerð tryggingafræðilegs mats lífeyrissjóðanna og helstu áhrifa- og óvissuþætti því tengda.