Ráðstefna

Fjárfest í þágu þjóðar

Ráðstefna 2. febrúar kl. 8:30 – 16:30 á Grand hótel á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða og innviðaráðuneytisins
Ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi

08:00
MORGUNVERÐUR
08:30
Setning frá Landssamtökum lífeyrissjóða
Þórey S. Þórðardóttir

Þórey hefur gengt starfi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða frá árinu 2011. Hún hefur víðtæka reynslu af íslenska lífeyrissjóðakerfinu en um árabil gegndi hún starfi forstöðumanns réttindamála hjá LSR. Þórey er hæstaréttarlögmaður og með próf í verðbréfaviðskiptum.

08:45
Öflug fjárfesting í samgönguinnviðum skapar sterkara samfélag
Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra og formaður Framsóknar. Sigurður Ingi hefur setið á Alþingi fyrir Suðurlandskjördæmi síðan 2009. Hann var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016, umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014, forsætisráðherra 2016–2017 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2017–2021. 

09:10
Arðsemi fjárfestinga í samgönguinnviðum, ný sýn
Björn Ágúst Björnsson

Björn Ágúst er verkfræðingur frá HÍ og M.Sc. í áreiðanleikatækni frá Heriot-Watt University. Hann er teymisstjóri í hagmálum hjá Innviðaráðuneyti. Björn Ágúst starfaði áður við verkfræðiráðgjöf, áhættustýringu og eignastýringu. Á árunum 2013 til 2022 var hann stjórnarmaður hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki.

09:30
Lög og reglur sem varða samvinnuverkefni
Dagmar Sigurðardóttir

Dagmar er lögmaður og eigandi á lögfræðistofunni Lagastoð. Hún hefur starfað í stjórnsýslunni í rúm 20 ár og var m.a. sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa um árabil. Dagmar er sérfræðingur í opinberum innkaupum og kennir þau fræði í Endurmenntun HÍ.

09:50
KAFFIHLÉ
10:10
Meginreglur í innviðafjárfestingum
Ólafur Sigurðsson

Ólafur er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og formaður undirnefndar Landsamtaka lífeyrissjóða um fjárfestingarumhverfi. Hann er með 25 ára reynslu á fjármálamarkaði og rekstri lífeyrissjóða frá 2005 ásamt stjórnarstörfum. Hann er með meistaragráðu í erfðafræði, viðskipta og rekstrarfræði og lögg. verðbréfamiðlun . 

10:30
Blómleg byggð
Heiða Björg Hilmisdóttir

Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi. Áður starfaði hún sem stjórnandi á Landspítala og hefur gengt margvíslegum trúnaðar og stjórnarstörfum. Heiða Björg er næringarráðgjafi með M.Sc. gráðu í næringarrekstrarfræði frá Gautaborgarháskóla og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

10:50
Perspectives from a foreign infrastructure investor
Marion Calcine

Marion is responsible for oversight of investment phases for Ardian Infrastructure funds in Europe and Americas and sits on the board of Mila ehf. She has participated in several projects in Europe, for example building car parks, roads, and airports.

11:10
Sjónarmið verktakamarkaðarins
Björg Ásta Þórðardóttir

Björg Ásta er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og lögfræðingur. Innan mannvirkjasviðs er öll virðiskeðja mannvirkjagerðar, allt frá arkitektum, hönnuðum og ráðgjafarverkfræðingum til verktaka og iðnmeistara.

11:30
Pallborð

Sigurður Ingi Jóhannsson, Björn Ágúst Björnsson, Dagmar Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir og Ólafur Sigurðsson.

12:00
HÁDEGISMATUR
12:45
Spölur - hvað svo?
Gísli Gíslason

Gísli Gíslason er fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og fyrrverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Hann var frá upphafi í stjórn Spalar hf. og formaður Spalar ehf. frá 1996 - 2018, en félagið byggði og annaðist rekstur Hvalfjarðarganga þar til göngin voru að fullu greidd og afhent ríkinu til eignar.

13:00
Samstarf hins opinbera og innviðasjóða
Ómar Örn Tryggason

Ómar hefur starfað hjá Summu rekstrarfélagi síðastliðin 10 ár og er framkvæmdastjóri innviðasjóða í umsjón Summu. Ómar hefur áður m.a. starfað sem sjóðstjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, forstöðumaður fjárstýringar Íslandsbanka og sérfræðingur á peningamálasviði Seðlabanka Íslands.

13:15
A well-trodden path: what can be learnt from other countries' experiences of PPPs?
Chris Murray and Scott Clyne

Chris Murray is a Legal Director and advises on all aspects of procurement law, particularly in respect of infrastructure and PPP projects. He has considerable experience of working on infrastructure projects in Iceland, including the Borgarlina and Isavia’s Major Development Plan at KEF.
Scott Clyne is an infrastructure finance specialist with 12 years of experience. He has provided financial and commercial advice on projects in road, rail and other sectors. He has advised clients on PPP projects across Europe including three Norwegian Road PPPs.

13:55
Financing model for infrastructure projects
Rikke Beckmann Danielsen

Rikke has primarily focused on financial advisory work and she has advised the Danish Government, the Government of Greenland, public clients in Iceland, a number of the Danish municipalities and regions related to infrastructure, real estate and PPP projects.

14:15
Undirbúningur samvinnuverkefna - Reynsla Vegagerðarinnar
Bergþóra Þorkelsdóttir

Bergþóra Þorkelsdóttir hefur verið forstjóri Vegagerðarinnar frá ágúst 2019. Hún hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu sem forstjóri ÍSAM ehf, framkvæmdastjóri Líflands og Kornax, og Fastus. Hún hefur setið í stjórn Samtaka iðnaðarins, Viðskiptaráðs Íslands og í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins.

14:35
KAFFIHLÉ
14:45
Uppbygging innviða og leiðarljós sjálfbærni – Áskoranir og tækifæri
Tómas Möller

Tómas hefur tekið þátt í að innleiða sjálfbærni í rekstri og stýringu eignasafna, meðal annars með Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Landssamtökum lífeyrissjóða og Festu. Hann skrifar líka um, sækir og heldur námskeið tengd sjálfbærni og ábyrgum rekstri.

15:00
Tækifæri í PPP verkefnum út frá sjónarhóli ríkissjóðs
Guðmundur Axel Hansen

Guðmundur er sérfræðingur í eignateymi fjármála- og efnahagsráðuneytisins en undir teymið heyra fyrirtæki, jarðir, fasteignir og auðlindir ríkisins. Hann er með meistaragráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og með víðfeðma reynslu úr atvinnulífinu, m.a. í fjármögnun fyrirtækja og framkvæmda.

15:20
Pallborð

Bergþóra Þorkelsdóttir, Friðrik Árni Friðriksson Hirst, Ingólfur Bender, Jónína Brynjólfsdóttir og Vilhjálmur Egilsson.

15:50
Samantekt í lok dags
Bergur Ebbi