Fréttasafn

Lífeyrislán aukast um 70% milli ára - sögulegt hámark!

Morgunblaðið greinir frá mikilli aukningu í sjóðfélagalánum og að toppnum sé nú þegar náð.
readMoreNews

Lífeyrissjóðir stuðla að því að lækka langtímavexti

Því er oft haldið fram að vegna ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóðanna séu vextir háir á Íslandi. Þetta byggir á misskilningi en fullyrða má að sjóðirnir hafi gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og stuðla að lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskuldabréfum og lánum til sjóðfélaga. Það sést best þegar kjör á lánum til húsnæðiskaupa eru borin saman. Vextir sem lífeyrissjóðirnir bjóða sínum sjóðfélögum á slíkum lánum eru þeir lægstu á markaðinum í dag.
readMoreNews
Í móttöku Gildis lífeyrissjóðs. Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri og Nanna Þórarinsdóttir og Ásbjörg Hjálmarsdóttir móttökuritarar.

„Sprenging“ í sjóðfélagalánum!

„Sjóðfélagalánum hefur fjölgað svo mjög hjá okkur að líkja má við sprengingu. Furðu margir virðast reyndar ekki vita að lífeyrissjóðir láni til húsnæðiskaupa en fleiri og fleiri átta sig nú á því að þessi lán eru þau hagstæðustu á markaðinum. Eftirspurnin eykst í samræmi við það.“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, í viðtali á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Tvær nýjar vefsíður sem auðvelda fólki að skilja húsnæðislánamarkaðinn

Vefsíðurnar herborg.is og aurbjorg.is gera fólki kleift að bera saman vaxtakjör og aðrar upplýsingar um íbúðalán
readMoreNews