Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður hjá LOGOS fer yfir meginatriði flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins EU – Taxonomy og hvernig hún snertir lífeyrissjóðina varðandi upplýsingagjöf um umhverfissjálfbærar fjárfestingar.
Sameiginlegur skilningur fjárfesta á hugtakinu umhverfissjálfbær atvinnu-starfsemi auðveldar samanburð á milli slíkra fjárfestinga og eflir traust fjárfesta á þeim fjárfestingum sem sagðar eru vera grænar. Flokkunarreglugerðin gerir það mögulegt að flokka atvinnustarfsemi eftir því hvort hún er umhverfissjálfbær eða ekki.
Annað efni tengt samfélagslegri ábyrgð sem aukin áhersla hefur verið lögð á síðustu misseri er hlíting (compliance) í allri atvinnustarfsemi. Hlíting felur í sér að innleiða ferla, fræða starfsfólk og framkvæma reglulega úttektir samkvæmt gildandi regluverki. LOGOS hefur aðstoðað fyrirtæki við þau verkefni og mun Helga útskýra með hvaða hætti það er gert í erindi sínu.
Fyrir rekstraraðila sem vilja ganga lengra en lögin segja til um hefur verið innleidd stefna um varnir gegn mútum og spillingu. Í þeirri vinnu er m.a. byggt á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð UN Global Compact og leiðbeiningar Nasdaq um samfélagslega ábyrgð.