Á þessum fræðslufundi gefst tækifæri til að hlýða á þau Sigurjón Skúlason og Unni Sigurgeirsdóttir verkefnastjóra hjá Tryggingastofnun útskýra hver skilyrði fyrir hálfum lífeyri eru og fyrir hverja þessi valmöguleiki gæti hentað.
Heimild til greiðslu hálfs ellilífeyris tók gildi í byrjun árs 2018. Lagabreytingin var liður í því að auka sveigjanleika við starfslok. Lífeyrissjóðir breyttu samþykktum sínum í kjölfar breytinganna til þess að gera sjóðfélögum kleift að nýta þennan möguleika.
Umsækjandi um hálfan ellilífeyri nýtur sama réttar til annarra greiðslna og aðrir ellilífeyrisþegar. Þannig getur umsækjandi átt rétt á hálfri heimilisuppbót. Auk þess getur hann átt rétt á barnalífeyri, uppbót vegna reksturs bifreiðar eða öðrum uppbótum ef hann uppfyllir skilyrði þeirra greiðslna.
Hádegishressing fyrir þá sem mæta á staðinn.